Greiðendavefur Motus - Ekki gera ekki neitt!

Breytt þjónusta

Afgreiðslur á skrifstofum okkar eru nú takmarkaðar.
Hægt er að bóka heimsókn ef erindið er brýnt og ekki hægt að leysa það með rafrænum hætti eða símtali.
Bókun á komu í afgreiðslu fer fram í síma 440 7000.

Fékkstu bréf frá okkur?

Hefur þú fengið bréf frá okkur vegna ógreidds reiknings? Þá hefur kröfuhafi látið af hendi vöru eða þjónustu en ekki fengið greitt fyrir hana. Hann hefur því leitað til okkar eftir aðstoð.

Oft er erfitt að láta enda ná saman og við skiljum það mæta vel. Við gerum okkar besta til sinna okkar starfi á sanngjarnan hátt og með lágmarks kostnaði. Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti.

En hvað sem þú gerir - ekki gera ekki neitt.

Greiðendavefur Motus

Á greiðendavef Motus færðu allar upplýsingar um innheimtumál og stöðu þeirra. Til að tengjast greiðendavef Motus og Lögheimtunnar þarftu að nota Íslykil frá Þjóðskrá Íslands eða rafræn skilríki. Þú getur því oft afgreitt málið alfarið á vefnum. Þar getur þú m.a.:

Greitt skuldina
Skoðað yfirlit og stöðu
Fengið frest á mál
Samið um greiðsludreifingu
Sent athugasemd vegna málsins

Ert þú í greiðsluvanda?

Ef þú telur þig eiga í alvarlegum greiðsluvanda mælum við með að þú hafir samband við bankann þinn eða Umboðsmann skuldara til að fá ráðgjöf um möguleg úrræði.

Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf.

Ráðgjöfin felst m.a. í gerð greiðsluerfiðleikamats til að öðlast heildarsýn yfir fjármálin og að leita leiða til lausnar á fjárhagsvanda.

Greiðendaþjónusta Motus

Í Greiðendaþjónustu Motus starfar hópur fólks sem hefur mikla reynslu af ráðgjöf við viðskiptavini. Við erum tilbúin til að veita þar alla þá aðstoð og ráðgjöf sem okkur er fært í hverju tilviki.

Það er opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00 í síma 440 7700.

Einnig tökum við vel á móti viðskiptavinum á fjölmörgum afgreiðslustöðum Motus um allt land.

Algengar spurningar & svör

Við höfum tekið saman algengar spurningar frá greiðendum og svörum þeim hér á vefnum.

Hvernig getur þú greitt?

Það er alltaf best að bregðast fljótt við innheimtubréfi og nýta sér þær leiðir sem eru í boði. Hafðu samband við okkur sem fyrst eftir að þú færð innheimtubréf - það er auðveldast að leysa málið á fyrstu stigum og kröfuhafar vilja vita sem fyrst ef greiðandi er í greiðsluvandræðum og sýna því þá jafnan skilning.

Hvernig getur þú klárað málið?
Staðan þín núna Leiðin fyrir þig Banki eða
heimabanki
Greiðendavefur
Ekkigeraekkineitt.is
Afgreiðslustaðir
Motus
Greiðendaþjónusta
440 7700
Get greitt Greiða strax og forðast frekari kostnað
Get greitt en ekki svona mikið Gera samning um greiðsludreifingu *
Get ekki greitt núna en fljótlega Fá frest á málið *

* Í einstaka tilfellum er ekki hægt að semja um greiðsludreifingu eða frest.

  Greiða í banka eða heimabanka

Ef þú átt enn greiðsluseðil vegna kröfunnar er hægt að borga hann eftir sem áður í netbanka eða næsta bankaútibúi. Jafnframt eru upplýsingar á innheimtubréfinu (OCR rönd) sem hægt er að nota til að greiða í heimabanka eða í bankaútibúi.

    Greiða eða semja á Greiðendavef Motus

Þú getur afgreitt málið sjálfur eða samið um það á Greidendavef Motus, ekkigeraekkineitt.is, hvaða tíma sólarhringsins.

  Greiða eða semja á afgreiðslustöðum Motus

Við tökum vel á móti þér á einum af fjölmörgum afgreiðslustöðum Motus um allt land. Opnunartíminn er frá kl. 9:00 til 16:00.

  Greiða eða semja við Greiðendaþjónustu Motus

Greiðendaþjónusta Motus er opin alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00 í síma 440 7700.

En hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt!

Greiðendavefur Motus

Á greiðendavef Motus færðu allar upplýsingar um innheimtumál og stöðu þeirra. Til að tengjast greiðendavef Motus og Lögheimtunnar þarftu að nota Íslykil frá Þjóðskrá Íslands eða rafræn skilríki. Þú getur því oft afgreitt málið alfarið á vefnum. Þar getur þú m.a.:

Greitt skuldina
Skoðað yfirlit og stöðu
Fengið frest á mál
Samið um greiðsludreifingu
Sent athugasemd vegna málsins
Skjámyndir af Greiðendavef Motus

Algengar spurningar og svör

 Get ég fengið afslátt eða klárað kröfuna með því að greiða ákveðna upphæð?
 Nei, það er ekki gefinn afsláttur. Eigandi kröfunnar hefur falið okkur að fá kröfuna greidda og við höfum ekki umboð til að lækka hana eða fella niður vexti eða kostnað. Ef þú vilt óska eftir slíku þarftu að senda okkur skriflegt rökstutt erindi, þar sem m.a. þarf að koma fram af hverju eigandi kröfunnar ætti að lækka kröfuna, s.s. veikindi eða verulegir fjárhagsörðugleikar. Ef krafan er komin í lögfræðiinnheimtu eða kröfuvakt þarf ásamt framangreindu að senda afrit af síðustu skattskýrslu með erindinu. 
 Hvernig er hægt að semja?
 Ef málið er í milliinnheimtu er hægt að semja munnlega um að skipta greiðslunni í tvennt. Ef þú vilt skipta greiðslunni í fleiri hluta þarf samkomulagið að vera skriflegt. Samkomulag er að hámarki til 6 mánaða. Ef krafan er á fyrri stigum lögfræðiinnheimtu þ.e. á innheimtubréfs- eða á stefnustigi þá er hægt semja um að skipta greiðslum með því gera skriflega réttarsátt. Sáttin er lögð fram hjá Héraðsdómstólum og hægt er að óska eftir því við sýslumann að gert sé fjárnám hjá viðkomandi greiðanda sé ekki staðið við greiðslur skv. réttarsáttinni. Á síðari stigum málsins, þ.e. eftir að búið er að árita stefnu í málinu eða kveða upp dóm, þarf að semja munnlega við greiðendaþjónustu Lögheimtunnar. 
 Ef ég greiði ákveðna upphæð inn á málið hvernig skiptast greiðslurnar?
 Ef þú greiðir kröfuna ekki að fullu fer greiðslan fyrst upp í kostnað, því næst dráttarvexti og síðast til greiðslu höfuðstólsins. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva höfuðstóls kröfunnar sem á þá eftir að greiða. 
 Ég greiddi þetta til kröfuhafa í dag, af hverju er málið ekki búið?
 Ef greiðsla berst til kröfuhafans eftir að mál er komið í innheimtu til okkar án þess að gert hafi verið ráð fyrir innheimtukostnaði og dráttarvöxtum ráðstafast greiðslan fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva höfuðstóls sem á þá eftir að greiða. 
 Eru margir reikningar á bak við höfuðstól kröfunnar?
 Það er mismunandi eftir kröfuhöfum en þú getur séð hvaða reikningar eru á bak við kröfuna með því að fara inn á hana á greiðendavefnum. 
 Bankinn er búinn að afskrifa kröfuna, af hverju eruð þið að rukka hana?
 Krafan er ógreidd þó bankinn sé búinn að setja hana á afskriftarreikning og hann hefur fullan rétt á að viðhalda kröfunni allt þar til hún fyrnist. 
 Ég er gjaldþrota, af hverju er verið að rukka mig um þetta?
 Gjaldþrot einstaklings kemur ekki í veg fyrir áframhaldandi innheimtu krafna í vanskilum. Ef ekkert fæst upp í kröfuna við gjaldþrotaskiptin lifir skuldin áfram allt þar til hún fyrnist. 
 Skiptir máli inn á hvaða reikning ykkar er greitt?
 Ekki ef tilvísunarnúmer málsins eða málanúmer er sett í skýringu og kvittun send með tölvupósti á motus@motus.is 
 Ég er að greiða fyrir annan aðila, hvernig kemst það best til skila?
 Setja tilvísunarnúmer í skýringu og senda kvittun með tölvupósti á motus@motus.is með kt. þess sem verið að greiða fyrir. 
 Ég greiddi 5000 kr. inn á mál þann 1. desember sl. Getur þú séð inn á hvaða mál greiðslan fór?
 Ef þú gefur okkur upp bankareikninginn sem þú greiddir inn á þá getum við auðveldlega fundið greiðsluna. Þú getur líka skoðað mál í innheimtu á greiðendavefnum og séð hvernig greiðslan ráðstafaðist en yfirleitt fara innborganir til greiðslu elstu mála í innheimtu hafi annað ekki verið tekið fram. 
 Get ég nýtt mér virðisaukaskatt af kostnaðinum ykkar?
 Nei, greiðandi getur aldrei nýtt sér virðisaukaskatt þar sem við erum að vinna fyrir kröfueigandann. 
 Ég greiddi ekki af samkomulagi og það var gjaldfellt, hvað get ég gert?
 Það er nauðsynlegt að greiða ógreidda gjalddaga samkomulagsins og koma því þannig í skil. Hafðu samband við greiðendaþjónustuna eftir að samkomulagið er komið í skil og þá er hægt að endurnýja það. 
 Hvað gerist ef ekki er staðið við samkomulag?
 Þá er samkomulagið gjaldfellt og eftirstöðvarnar skráðar á Vanskilaskrá CreditInfo. Oftast er hægt að setja samkomulagið upp aftur ef þú greiðir það í skil. 
 Ef búið er að skrá kröfuna á Vanskilaskrá CreditInfo og ég geri samkomulag um greiðslur er málið þá afskráð af Vanskilaskrá?
 Nei, krafan er inn á skrá hjá CreditInfo þar til hún er að fullu greidd en þá er hún afskráð daginn eftir greiðslu. 
 Ég er með boðun um að mæta hjá Héraðsdómi, þarf ég að mæta?
 Já þú þarft að mæta ef þú ert með rökstudd mótmæli við kröfunni. Þú þarft hins vegar ekki að mæta ef þú gerir dómssátt hjá okkur í síðasta lagi daginn fyrir þingfestingu. 
 Hvað gerist ef mál er dómtekið?
 Málið er skráð á Vanskilaskrá CreditInfo og aðfararbeiðni er send til sýslumanns eftir að stefnan kemur árituð frá Héraðsdómi. 
 Ég er að greiða fyrir annan aðila, hvernig kem ég því best til skila?
 Með því að setja málsnúmerið í skýringu og senda kvittun með tölvupósti á logheimtan@logheimtan.is með upplýsingum um kennitölu þess aðila sem verið að greiða fyrir. 
 Get ég samið um greiðslur þegar ég hef fengið greiðsluáskorun?
 Í þessum tilfellum er nauðsynlegt að hafa samband við greiðendaþjónustu til að kanna möguleika á samkomulagi. 
 Get ég samið um greiðslur eftir að mér hefur borist fjárnámsboðun og munið þið fresta fjárnámi ef ég greiði inn á málið fyrir fyrirtökuna?
 Já. Þú getur gert munnlegt samkomulag um greiðslu málsins. Hins vegar frestum við ekki fjárnáminu hjá sýslumanni. Meginreglan er þó sú að við bíðum með að senda út nauðungarsölubeiðni meðan að samkomulagið er í skilum. 
 Þarf ég að mæta hjá sýslumanni í fjárnámsboðun?
 Já. Sýslumaður sér um að boða greiðendur í fjárnám og þar mætir lögmaður frá Lögheimtunni. Þegar sýslumaður tekur fjárnámið fyrir gefst þér kostur á að benda á eignir til tryggingar á kröfunni. Meginreglan er sú að beðið er með að senda út nauðungarsölubeiðni ef þú getur samið um og staðið við samkomulag um greiðslu kröfunnar. Þú getur einnig lýst yfir eignaleysi og þá lýkur málinu hjá sýslumanni með árangurslausu fjárnámi. Í kjölfarið getur verið farið fram á gjaldþrotaskipti.  
 Hvað á að setja sem skýringu greiðanda?
 Tílvísunarnúmer sem er númer málsins. 

Hafa samband við Motus

Við tökum vel á móti þér í höfuðstöðvum okkar að Katrínartúni 4 eða á starfsstöðvum okkar um allt land. Heimilisföngin má finna á kortinu hér að neðan.
Það er opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.
Síminn hjá Greiðendaþjónustu Motus er 440 7700.
Þú getur líka sent okkur tölvupóst.
En hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt!

Til að virkja aðgang að þínum málum á Greiðendavef Motus og Lögheimtunnar þarft þú að nota Íslykil frá Þjóðskrá Íslands eða rafræn skilríki.

Athugið að fyrirtæki geta einnig fengið Íslykil.

Skrá inn