Greiðendavefur Motus
Á greiðendavef Motus færðu allar upplýsingar um innheimtumál og stöðu þeirra. Til að tengjast greiðendavef Motus og Lögheimtunnar þarftu að nota Íslykil frá Þjóðskrá Íslands eða rafræn skilríki. Þú getur því oft afgreitt málið alfarið á vefnum. Þar getur þú m.a.:
- Greitt skuldina
- Skoðað yfirlit og stöðu
- Fengið frest á mál
- Samið um greiðsludreifingu
- Sent athugasemd vegna málsins
Ert þú í greiðsluvanda?
Ef þú telur þig eiga í alvarlegum greiðsluvanda mælum við með að þú hafir samband við bankann þinn eða Umboðsmann skuldara til að fá ráðgjöf um möguleg úrræði.
Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf.
Ráðgjöfin felst m.a. í gerð greiðsluerfiðleikamats til að öðlast heildarsýn yfir fjármálin og að leita leiða til lausnar á fjárhagsvanda.
Greiðendaþjónusta Motus
Í Greiðendaþjónustu Motus starfar hópur fólks sem hefur mikla reynslu af ráðgjöf við viðskiptavini. Við erum tilbúin til að veita þar alla þá aðstoð og ráðgjöf sem okkur er fært í hverju tilviki.
Það er opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00 í síma 440 7700.
Einnig tökum við vel á móti viðskiptavinum á fjölmörgum afgreiðslustöðum Motus um allt land.
Algengar spurningar & svör
Við höfum tekið saman algengar spurningar frá greiðendum og svörum þeim hér á vefnum.